Magnússon, Arní BREV TIL: Torfæus, Thormod FRA: Magnússon, Arní (1698-03-19)

ARNE MAGNUSSON TIL TORFÆUS. København 19. marts 1698. Access. 8. Egenh.

Har modtaget T.s to breve af 19. og 25. febr. (kendes ikke). Beklager, at to islandske svindlere er nåt op til T., og giver nærmere oplysning om deres forhold. Om A. M.s lønning er endnu intet afgjort, og Meiers svar er tvetydige; A. M. regner sig i slægt med den hellige Thomas, som tror, når han får troen i hænde. I Meiers hus har navnlig hans hustru og døtre været syge. T.s kvartalslønning er nu anvist til udbetaling. Betalingen for testament-bevilling er meget høj, så der er endnu intet gjort ved sagen. Ingen nye riddere er udnævnte. Et rygte om Orcades’ trykning på Engelsk er utvivlsomt falsk, da A. M.s engelske korrespondenter ellers vilde have tilskrevet ham derom. Series må T. vistnok selv forlægge, da vore boghandlere er fattige og lidet foretagsomme; ang. trykningen skal A. M. forhandle, dog kan han vanskelig være så nøjeregnende med Lorentzen som med de andre. Dersom Ásg. Jónsson ikke inden 3 uger får svar fra Svenskerne, vil han vende tilbage til T. Sperling har udgivet en dissertation om latinske antikviteter (de nummis non cusis). A. M. tænker på at begynde en korrespondance på Sverrig og vil da søge at få et ekspl. af Snorre Sturluson. Kongen rejser rimeligvis til Oldenborg til foråret.

Mon frere!

I giær medtok eg tvö Hans kiærkomin tilskrif af datis 19. og 25. Februarii. Furdar mig þar af ad siá, hversu paurinn hefur fært þá tvo mörlanda (vocula ista nisi nebulones non tangito) framm, þeir hurfu hedan i vetur, og ætludum vær þeir munde hafa heingt sig. Fra Eiriki 2 er þad ad seigia, ad hann

14*

s. 212i nockur ár hefur i brösum átt á Islandi, vegna nídlegra skammarorda, hvar med liann ærlega og fornemma menn med attaquerad hefur, nu sídast urdu af honum dæmdar storsekter, og hefdi hann, kannskie, komid til kagans, ef hans motpartur Mag. Biörn Thorleifsson, biskup á Hólum, þar uppa streingt hefdi; iardarpart atti hann, sem i þessar sekter gieck, og eckert vidara þad eg vite. Þann tíd hann hier i Kaupenh. var, sem og á hingadreisunni, hefr hann sier illa skickad, er og vondnr illhryssingur i skapsmunum, sem eg heyri. Sigurdr, hans felagi, er hier i bynum ad hvinsku, ef ei þiofnadi, kiendur, so ad af öllu þessu minum bródur audsied er, ecki mikla æru vid ad vera þá leinge ad hysa, líge er allt um skipbroted, komu þeir hingad immediate fra Iislandi. Ecki veit eg ennu neitt vissara um mína hyru, Sláttumadur lofar alltiafnt, enn þó sem i dylgium, so eg nærri þvi ecki miked þar uppa byggi; Monfrere veit, ad hinn heilagi Thomas var einn af minum forfedrum, hvör þo trudi, þegar hann feck truna i höndina, og so mun eg giöra, enn ei fyrri, hellst þar Sláttumadur ödrum, minum lika, alíka loford giefed hefur, og þo eckert ur ordid. Annars oska eg, ad eg hier uti falsspamadur verdi, þvi bregdiz mier þetta, þá er eg illa farinn, þar eg i margann máta uppá Slattumanns faguryrde bygt heii; fehirder verdur hinn sami, so miked eg veit, og er hans nu um einn manud heimvon. I Slattumanns huse hefur um nockratima siukdomur vered, sem þó nu renar, hefr mest leigest á hans málu, og þvi qvennkenda afqvæmi, hann sialfur og sonurinn hafa hrauster vered. Monsr. Söfren Rasmussen sagdi mier, ad Monfrere hefdi nu feinged þann qvartal, sem til nyårs forfiell. Ei giet eg magelega adkomist, hvert Slattumadur af þvi heimska veit eda eigi. Gvöndur Ketelsson vill vel betala, ef efnenn ei feiladi, Eg skal mitt besta þar um giöra, ef ei fyrr, þá þegar hann kiemur fra Islandi afftur. Eg sie Monfrere hefur ecki feinged mitt sidsta, Eg retracteradi þar i um testamentes tilladelset, Confirmation uppa testament kostar sem eg skrifade, enn tilladelse firirframm ad meiga giöra testament effter sinum vilia kostar 100 Rixdle minner mig (eg skrifadi præcise þar um, enn fæ nu ei stunder þar effter ad leita). Eg begreip þad ei rett firsta gang, og mun þar vid eckert vidara giört verda, því þad eru bisna peningar. Eingin forandring er hier ad minu vite, Johan Laurentsen hefur rang med Assessoribus i Consistorio, enn hans litell er Directeur ofver Hans Maj. bogtryckerie. Ad eg þad ei iirre skrifad hefe, hefur gleimska ollad.s. 213Öngver nyer riddarár ordner, og ovist hvört so hastugt verda. þad Exemplar til Luxdorph mun víst vera leverad, Johan Laurentsen hafdi þad in commissis, eg ecki, þad til Wolfenbüttel leveradi eg ecki, þvi Lorentzen vard fyrri ad bragdi og skeinkti þeim eitt, fæ eg þad nu Asgeiri, því til hans var eckert. Su relation, ad Orcades skuli i Eingelsku þrickiazt, er án efa lýge, þvi annars hefdu miner correspondenter i Einglandi mier þad tilskrifad. Hvört Johan Laurenzen muni Seriem 1 forleggia, veit eg ei. Ecki þikir mier þad líklegt, þvi kostnadarsamt mun firir hann verda þrickeri sier ad innkaupa, vill vel kosta 3000 Rixdle i þad minnsta. þegar skipenn nu eru geingen ad Islandi, skal eg mig vídara um allt þetta informera, hvernin haglegast vera kunni, oc i midlertid þessu vid Lorentzen á glædur kasta. Enn þar ad mun reka, ad Monfrere mun hana sialfur forleggia verda, þvi vorer bogfærarar eru örsnauder og atburdalauser. Og skuli þar ad reka, þá vil eg helldur hun hia ödrum þrikkest enn J. Lorentzsyni, þvi eg kem mier ei til so miög nöje vid hann ad tinga sem vid adra. Asgeir skrifar nu vist ad koma vilie, ef i þriar vikur fra Svium eckert svar fær, hann er og raunar Monfrere hentugri enn einn okunnugur. Enn Islendskur er hier eingenn, ef hans vid misser. Doet. Sperling hefur sidan eckert utganga lated, enn nu þrickest i Hollandi ein dissertation af hans de nummis non cusis, eru þad mest antiqvitates Latinæ, ad eg hygg. Þegar skipen eru geingen ad Islandi, mun eg, ef mier velgeingur, begynda correspondencer til Sviaríkes, þá kann vel Snorri Sturluson ad fást. Vid Bibliothecarium skal eg tala um copiur af reversunum, enn ei þiker mier liklegt, ad hann reversenn senda muni, firr enn bækurnar hier eru. Eg kann vel þaug taka og þar á mót bækurnar levera, ef Monfrere þær til min addressera vill. Nu skrifa eg ennu einn gang Flitz til og kref hann, ef nockud hröckva kann. Eins er nu og vant er. Eckert nytt veit eg, sem skrifverdugt sie, nema ad menn tala um, ad iöfur muni til Oldenborg reisa vilia til foraaret. Enda þvi med allskyns heillaóskum og forblif

Monfreres þienustuskylldugasti þienari
Arne Magnussen.

Hafn. d. 19. Martii 1698.

Sr. Jon, ennu ei vigdur, og Þordur Jonsson lata heilsa.