Magnússon, Arní BREV TIL: Torfæus, Thormod FRA: Magnússon, Arní (1689-05-05)

ARNE MAGNUSSON TIL TORFÆUS. København 5. maj 1689. Access. 8. Egenhændigt. Rødt laksegl. På bagsiden har T. noteret: »Ao 89 aff 5 Maii bekommit d. 31. med Her Hendrich Rosenkilds kone fra Arna Magnussyne«.

Har skrevet tre breve til T. uden at få svar, alle til besvarelse af T.s to breve nov. 87 og febr. 89, af hvis hovedindhold han også nu gentager.

Mikilsvirdande fautor!

Eg er nu ordinn næsta þvi þreittur ad skrifa til Noregs, lief eg hönum einusinne tilskrifad innani Renteskrifver Hans Bentzens Convert, annadsinn franqverat til Postmester i Stavanger, þridia bref med skipe sent til Bergen; þetta er þad fiorda bref, sem eg skrifa so eckert svar uppa min feingid liefe, ma þad vera diupur pyttur, sem öll bref hiedan i söckva, ef eckert nockurntima uppflitur. I minum öllum sedlum hefur eitt efne vered, sc. svarad uppa hans tvö agiæt bref af Datis 29. Novembr. 88 og 22. Februarii 89, sem eg firir löngu medtekid hefe. Nu ma þetta ennu sömu meiningu inne hallda. þad töi, sem efftervard, stendur eckert til ad fa i gien, þvi sa kieltringslidur i logementenu vill eckert þar vid kannast og stöck upp a nef sier, þa þess var gieted. Supplicqven og Contracten, sem eg effter ordre Söfren Vestersen leverade, er uppaptur til Noregs send med postinum firer löngu sidan, þar ei fieckst Confirmation effter Supplicatiunnes. 14soleidis stiladre. Hafde Monsr. Vestersen þetta burtsendt, adur enn eg afvisse, giet og ei annad ætlad enn þad mune nu til skila komid; af Brochenhus sier einge madur vedur ne reik. Hann reiste strax til Fyn (ad meinast) og betalade ecke peningana, ecke mun uppa þa ad ætla i þetta sinn, sierdeilis þar hvörke Capitain Tunessen ne eg hann uppspurt gieta. Um þad Islendska Marcusardont hef eg eckert gietad vidgiört, er og omögulegt hiedanaf i ar ad utretta, þar timenn er of naumur, enn eg true, ad madur kunne ad fa uppreisning i sökinne, ef hun of gömul er, hvad eg ei athugad hefe, þott þad til ars uppehalldist; þar um hef eg ei stunder i þetta sinn sökum otelianlegra Islandsbrefa vidara ad skrifa, einkum þar vita þikest, ad einhvör af minum brefum mune til skila komin. Hvad ef sidar fornem ei ad vera, skal eg þar um vidara aliræra, þvi timenn er þo ofnaumur i ar. Thomas Bartholins bok meina eg ferdug verde um Ste. Hans dags tid, enn min er ölldungis ecke biriud, og ma liggia oferdug þar til MSted fra Hönum fæ, hvad mier til stors baga upplialldist hefur. Eg hefe beded um þetta Manuscript Ara froda i hvöriu minu brefe, enn eg kann eckert at prætendera, þar eingin brefinn eru til skila komin. Eckert gagn hefe eg af Hans Bentzon um min bref; þegar hann skrifar, veit eg ecke, enn þegar eg villde skrifa, kemur h[önu]m ecke til passa, þvi þeir hafa og mikid ad giöra. Nu skal eg þo i sumar reina, hvört þad er fatum, ad eingin bref firerkomist, skal eg med hvörre ferd skrifa. Schedas Ara froda bid eg hann med allra firsta mier senda. Eg giæte og giarnan med sömu ferd hafft þattinn af Einare Sockasine Grænlendska. Mag. Geert Miltzov, sem nu heirest her daudur ad vera, mun effter sig lated hafa ein og önnur antiqvitet. Tvila eg ei uppa, ad Monsr. til sier ifer þaug ad komast, enn hirdte hann ecke um soddan, villde eg giarna firer hans utretting keipta fa Alexandri Magni Sögu, Örvarodds S., Compositionem inter Regem Magnum et Jonam Archiepiscopum, edur og hvad annad sem af þesshattar dontum hia hönum finna var; munde eg Monsr. peningana affturgiefa þa uppkiem til Noregs; være og þvi betur, sem smasmuglegar yrde efftersied um antiqv[it]et i Norege vid vine og kunningia in variis locis, þar Sviar i rade hafa þangad einnhvörn ad senda, sem þessu samansafne, ef nockud til være. Nu verdur eigi af minne Noregs reisu firr enn i liaust, kannske ei firr enn ad vore, þvi Hann gietur nærre, minum herra þiker mikid ad missas. 15mig so leinge hann kann med nockuru mote; enn vist er þad, ad eg hans vegna þangad uppreise, nær sem verdur; skal Monsr. þormodur ei uppa tvila, ad ei skal hier vera þad blad, sem ad res Norvegicas absolutè necessarium er, ad hann ei fa skule, til lans, ef ei verdur ödru vis, þvi hier er so illt ad fa skrifara, þeir kunna ei ad lesa, allra sidst riett ad skrifa, enn vilia lata sier resolut betala. Nu i midlertid eg ei uppkiem, villde hann ecke vera so godur og lata sinn amanuensem skrifa ut ur Flateiarboc, þad sem eg veit ad eg kiem til ad skrifa, þa uppsendur verd, nemlig fra þvi sleppur Olafssaga Tryggvasonar og til Sverris sögu, er þat Sagann af Haldane Svarta og Olafssaga Helga med sinum þattum, item þad sem filger effter Hakonar sögu gamla, ef nockut er, allt fra hans dauda, og þvi encomio sem um hann er allra seinast i sögunne. Ef þetta være buid þa uppkem, giætum eg og Hans amanuensis allt fort erfidad firir Hann alla þa stund eg þar dvel eda mesta alla, firer utan þa tid sem þetta tæke burt ad Conferera. þetta lætur hann mig med brefe vita, hvört hönum sier haglegt þiker eda eigi. Oska og ad med allra firsta skie kunni. Eg minnest nu eckert fleira utan ad befala hann med öllum vardnade under guds eilifa protection og mig i midler tid hans godre affection flittigen recommendera 1.

Verande Hans beredvilligste
og skyldigste tiener
A. Magnussen.

Kiøbenhavn d. 5. Maii
Anno 1689.

Welædle oc Welbyrdig Thormod Torfvesen Kongl. Majest. Historiographo tienstligst

a Stangeland i Carmsund.