Magnússon, Arní BREV TIL: Vídalín, Páll Jónsson FRA: Magnússon, Arní (1712-03)

ARNE MAGNUSSON TIL LAGMAND P. J. VIDALIN. Marts 1712.

Trykt efter excerpt med skriverhånd og A. M.s egh. rettelser i AM. 76 b, folio. Hertil A. M.s påtegning »Ur brefi minu til Pals Lögmanns i Martio 1712.« I en senere tilføjet notits af år 1723 udtaler A. M. at lagmand Gottrups bog må være afskrevet efter en oprindelig Jón Erlendsson på Kamb tilhørende bog i 4to, som A. M. nu ejer (A. M. 325 v., 4to.).

Ahrærande þá Olafs sögu, sem þier mier skrifed, ad þier nu láted rita ex exemplari Lauritz lögmanns, þá er þad vel, ad hun er ydur i höndur kominn. Sie eg af þeirre description, sem þier mier sendud, ad þad mune ein af þeim riettu. Su sem þier hafed adur átt, mun vera ex codice Flateyensi, og er þad til kiennemerkia á henne, ef hun þadan er, ad hun er fyllt med þætte, tekna ur ödrum sögum. Exempli gratia: Þar inne er nærre heil sagan af Þorgeire Hávardz syne og þormode Kolbrunar skalld. Þar er og vid þatturenn af Volsa, turpissimum mendacium, og fleire eru þesser óþocka þætter i sagdre Olafs sögu helga i Flateyarbok.

Sa compilator, sem þad volumen hefur saman teked, hefur þottst giöra vel, þegar hann uppskrifade allann þvætting, sem hann fyrir sier sæe. Hin Olafs sagann er miklu styttre, et melius digesta. Allra sidast i henne á ad vera, minner mig, nockud litid umm Magnus kong Olafsson, og so sidan miracula Olafs kongs. Varia giet eg skiled, epter hvada membrana Sr. Eyolfur hafe bókina skrifad, þvi eg minnest ecke mig heyrt hafa edur friett til neinnar þvilikrar membranæ hier, i langa tima, ad fratekenne þeirre sem Benedikt Halldorsson á Seilu atti og Oddur Jonsson salugi vard sidan handhafi ad, og fieck Heidemann, og so komst hun til Danmerkur, og á eg nu bókina, og er þad til jarteikna á henne, ad þar vantar nockud aptan vid miracula. Skil eg ecke, ad sr. Eholfur hafe epter þessarre skrifa kunnad, adur enn hun til Danmerkur for. Önnur þvilik pergaments bók flæktest umm i Borgarfirde, og var i fyrstu eign Þorvards Magnussonar i Bæ, eignadest eg hana sidan. Epter henne kynne sr. Eyolfur timans vegna skrifad hafa, enn þar hiá er ad segia, s. 661ad hun hefur i margt ár so mutila verid, ad þess vegna yrde varla uppskrifud. Sr. Halldor sal. i Reykhollte skrifade hana upp, þá heille var, og er grunur minn, ad sr Eyolfur mune epter einhveriu þviliku exemplare skrifad hafa, helldur en sialfre kalfskinns bókinne. Gott være, ef eithvad skiallegt yrde hier um uppgötvad, og veit eg ydur mune umm þad hugarhalldid vera. Lögmadur Lauritz mun vita, epter hveriu sr. Eyolfur hefur hans bók ritad og vite hann þad ecki skilmerkelega, þá veit þad sr. Eyolfur sialfur.