Magnússon, Arní BREV TIL: Sivertsen, Oddur FRA: Magnússon, Arní (1707-10-11)

[ARNE MAGNUSSON] TIL VIGELAGMAND ODDUR SIGURÐSSON. Slítandastöðum 11. okt. 1707.

Trykt efter excerpt med skriverhånd i AM. 445, folio. A. M. må på grund af koppe-epidemien opgive et påtænkt besøg. Oversender stævning i forskellige sager; forespørger sig om Asbjørn Joakimssons sag.

Vicelögmannenum Odde Sigurdssyne

frá Slytandastödum 11 octobris 1707.

Eg hafde i fyrstu ásett ad besækia hann þá austurumm ferdadest, enn þad verdur nu i þetta sinn af ad slást, sökum þess, ad eg er so mannfár, ad ecke má missa mina eigenn þienara frá lestenne. So þeinke eg og, ad þad være nu á þessaie tyd ecke nema til ad auka mædu, þar hingad heyrest, ad bólusóttenn allareidu sie komenn þar i sveitena. So sende eg nu hier med þad, sem eg ætlade siálfur ad afhenda, nefnelega s. 434stefnur i málum: Geirnyar, Jons Hreggvidzsonar, og þeirra þriggia, so meintu galldramanna, Magnusar Benedictssonar, Ara Pálssonar, og Þorsteins Högnasonar. Item fylgia hier med document i Geyrnyar málenu, öll þau sem i mínum höndum eru, er þar af audsied, ad fleire vantar til málsens riettrar upplysingar. Hvad kaleks málenu vidvykur, þá taladest so til firir lögmannenum Pále Jonssyne og mier, ad liann munde syslumannenum Halldore Einarssyne tilskrifa, annadhvert ad byria sóknena i tide, eda og levera frá sier documenten, so ecke forsomadest þad hanns Majestet hefur hier i skipad. Hvad syslumadurenn Halldor hier til svarar, eda adhefst, munum vid (annar eda báder) Hr vice lögmann vita láta, þad fyrsta skie kann, so þau rád takast kunni, sem best og riettust þá þykia. Umm Asbiarnar Joachimssonar málaferle er eg nu, so ad seigia, ófródur, hellst vegna þeirra vitna, sem Hr. vice-lögmann, óefad, mun teked hafa þar sidra i sidst lidna mánude. Þau þirfte eg ad siá, ádur enn nockra stefnu i málenu utgiefa kann. Mun þvi Hr. vice lögmann giöra so vel ad senda mier rigtuga copie þar af, under sinne hendi, þad firsta skie kann, sem og af þvi ödru, er þar sydra kann giörst hafa, þessu mále vidvykiande. Þessum documentum mun hann óbesverget fylgia láta concept til stefnu i málenu, under sinne hende, so eg (i logmannsens Páls Jonssonar fráveru) þar af siá kunni, hveriu hann sierdeilis vill i málenu stefnt hafa. Strax sem eg þetta tvent i höndum hefe, skal eg, vegna logmannsens og myn, stefnu utgiefa, so hiá ockur þar i eingenn forsómun verde, og mun þar firir þvi betur sem eg þesse document fyrr i hendur fæ. Kann og þad bod, er hann til myn sender, fá stefnuna med sier til baka. Nógur ætla eg tymenn verde, þótt Hr. vice lögmann ecke til myn sende fyrr enn ad lidnum jólum, þó sier hann siálfur best þar fyrer. Stefnudagurenn mun annars verda fyrst i junio, ef so lángt kiemst. Copie af þeirre ordu, sem hans høi-Excellence hefur Hr. vice lögmannenum utgefed, áhrærande ad agera þessar áminstar saker, villde eg vel hafa under Hr. vice lögmanns hende, þvi þó þetta kunne i þingbókenne ad standa, þá kiemur þad mier ecke eigennlega vid, þvi hverke fæ eg þingbók (begiere hana og ecke) nie les hana ex professo, sist veit eg firirframm, nær hun mier firir sióner koma mune.