Magnússon, Arní BREV TIL: Vídalín, Páll Jónsson FRA: Magnússon, Arní (1724)

ARNE MAGNUSSON TIL LAGMAND P. J. VIDALIN. 1724.

Trykt efter kopi med skriverhånd i AM. 76 b, folio. Hertil A. M.s egh. påtegning »petta tilskrifad lögmanninum Pále Jonssyni Widalin 1724.« Med dette brev må sammenholdes A. M.s optegnelse af år 1726 i AM. 76 b, fol., hvor han giver sin sidste opfattelse af håndskriftforholdet (se den AM.ske Katalog I, s. 57.).

Minn Herra!

Eg hefe ydur fyrrum tilskrifad gátu mína, ad ydar Olafs saga Helga (apographum þeirrar copiu, sem sr. Eyolfur skrifade ex membrana, fyrer Lauritz lögmann) munde eigi vera ur þeirre membrana, sem Heidemann eignadest fra Oddi Jonssyne á Reynestad og nu finst in mea Bibliothecula. Sidan þier nu vorud so goder ad senda mier þad forþeinkelega caput ur þessare Olafs sögu, sem sr. Eyolfur hefur sagt á pappir legit hafe innani þeirre membrana, er hann efterskrifade, þá er eg nu ur öllum skugga geingenn um þetta efne.

Med þessa Membranam, er sr. Eyolfur epter skrifade, hanger so saman. Arne Gudmundsson i Billdudal átte kalfskinns bók s. 662in qvarto, langfedga eign, hana fieck hann Jóne Erlendssyne á Kambi i Kroksfyrde, sem þá bió i Garpsdal. Var boken þa heil, ad frátecknum nockrum pappírs blödum i einum stad, sem voru med hende sr. Jons Olafssonar á Lambavatne, innlögd til ad fylla defectum, sem þar var i bokinne. þessa bok (Olafs sögu helga) feck Torfe Jonsson i Flatey hia Jone Erlendssyne, og feck hana amtmanne Muller, hia hverium hun var i nockur ár, adur enn hun hingad kom til geheimeraad Moth, hver míer hana gaf. Af amtmanne Muller hefur óefad, Lauritz lögmadur lánad bokina, og láted utskrifa, og skilad so aptur amtmanne. Þegar bokin hingad kom, vantade vida i hana; hafa þau blöd ur bokinne fargast a Bessastödum, þvi eg fann nockur af þessum blödum hia Muller sidan, og nockur hefe eg feinged annarstadar á Islande, medan eg þar var, og voru þau öll ur fórum Mullers. Hvad miked nu hafe i bókena vantad, þegar hun kom i hendur Mullers (Jón Erlendsson seiger hun hafe heil vered, fyrer utan supplementum sr. Jóns), þad vill Laurusar lögmanns og ydar copia utvisa. Enn blödinn med hende sr. Jóns liggia enn nu innani bokinne, og eru onyt translation ur þeim danska Snorra Sturlusyne, og accordera ord fra ordi vid þad forþeinkelega (imo supposititium) caput, sem þier mier sendud. So sende eg ydur nu hier med þad, sem ad vísu vantar i ydar exemplar og Laurusar lögmanns. Er þar uppá víst ad byggia, ad so á defectus ad fyllast, og er efned þess innsetta capitis langtum ofstutt til ad fylla defectum codicis membranei, hvad ed audsied er bæde af dispositione þessa codicis og ödrum Olafs sögum helga, sem allar eru so ad seigia samhlióda og fyllre enn Snorra Sturlusonar Olafs saga. Hier excipera eg Olafs sögu ur Flateyiar bók (af henne hafed þier og copie), þvi hun er ödruvís enn allar adrar, og pessime interpolerud af þeim radlausa Flateyar bokar compilatore, sem þar hefur innsett þvætting og fabulas, nærre heila söguna af Þorgeire Havarssyne og þormode, cum ineptissimo verborum syrmate, item mikinn þora Biarnar sögu Hitdæla kappa etc. — So siáed þier nu, ad mier ridur á þessarre ydar (Laurusar lögmanns) Olafs sögu, sem skrifud er ur þessare membrana, þá hun var miklu heille enn nu er hun. Sierdeilis vantar mig til skada sidarst i bokinne, ur miraculis þessa helga manns.

Til P. Vidalin må antages at være stilet den i Samlinger til det norske Folks Sprog og Historie II, 129—41 (Chron. 1834) med vedføjet dansk oversættelse trykte islandske Chronologia postremorum Norvegiæ regum.« Foruden de s. 663i denne indtagne brevuddrag findes efter teksten i Steph. 13 endnu følgende: Þad er annars ad segia um Hákon konung gamla, ad hann var réttur kóngur og einvallds stjórnare, laungu ádur enn hann vard kórónadur, og kemur hann þvi ecke vid þetta efne. Magnús kóngur lagabæter var ecke nema titúlar-kóngur ad födurnum lifanda, enn réttur kóngur fyrst epter hans afgáng, og þar fyrir er þad, ad hann reiknar síns ríkis fyrstu ár frá Martio currente 1264, so sem siá er af Sáttargiördenne rétt af ydur citeradre, og mörgum ödrum documentum. I Hirdskrá er annus 1273 hans rikis hinn tíunde. Krossmessu aptann umm haustid 1277 var á …