Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1707-12-27)

ARNE MAGNUSSON TIL [BISKOP BJÖRN ÞORLEIFSSON]. Skalhollte 27. dec. 1707.

Trykt efter egh. orig. i AM. 451, folio. dat. »3dia dag Jola«. Opregner forskellige af koppe-epidemiens ofre. Beder en gammel kopibog m. v. eftersøgt, lover aflevering af lån og tilbyder udlån. En anonym coadjutor.-supplikats berøres.

Vel Edla Vel Ehruverduge Hr. Biskup Elsku verde broder.

Fyrst hier á mille fellur so beyn ferd, má eg eigi annad enn besækia Monfrere med þessum línum. Skal þeirra upphaf vera, ad óska Monfrere þess, ad þesse yferstandande Jol hafe vered hönum og öllum hans gledeleg, og ad þesse Sedill meige hitta Hann heilann á hofe og i æskelegu velstande. Fyrer allar velgiörder fyrr og síd audsyndar þacka eg aludlega, og finnst giarnann til þienustu hvar tilnæ. Frietter allar hlyt eg undan ad fella, hefi skiled á Eyolf Einarsson ad bera þær munnlega framm, fyrst so fliotlega reiser (þad er ad seigia fyrr enn eg hugde þvi annars hefur hann dvaled hier nockra daga) ad ei stunder fæ þær ad innfæra. Þær sierlegustu eru og ei annad enn bolusott og daude allstadar ad. Fyrer vestan eru dauder, Sr. Olafur Jonsson i Grunnavik. Sr. Pall þordarson á Eyri i Skutilsfirde. Hakon Gudbrandzson (um Jon brodur hans mun firir laungu friett, ad hann dó i Borgarfirdi). Þorlakur Gudbrandzson, nuper Syslumadur, og hans kona, Dætur 2. eda 3. Sæmundar Magnussonar á Holi i Bolungarvik, Konar Sr. Halldors i Selárdal og dotter. Dotter Arna i Billdudal, su sem kom til olucku med þeim gipta manne, Einar Palsson á Rauda sande, og Charitas Þorsteinsdotter fra Skarde. Einar Einarsson Syslumadur qvondam s. 600og hans syster Jardþrudur. þetta mun Monfrere ad miklum partetil forna kunnigt, sem og þad sem nær er skied, hvar firir þar um ei fiolyrde. Ecki var bolann komin austur yfir Lons heide þad sidarsta tilspurdest, Enn i Hornafirde var hun. Og firir hiedan Skeidará hefur hun æred miked ad giört. Ad Nordan var hun og ecki komin i Vopnafiörd, so friettst hefdi. Eg vil eigi tala hier um fleira, bædi vegna timaskorts og hins, ad ei verde Melancholiskur þá til huxa þess tilstands sem hier af mune verda epterkomande, Dominus providebit, hann kann best, og kann alleina. Hallgrimur Jonsson fra Berufirde hliop undann bolunne og siglde i haust i Diupavogi. Kannske Monfrere giete nærre erendunum, ef fleire hafa vered enn ad fordast boluna. Hier med læt eg friettum loked. Enn til þess ad alldrei fáe Monfrere so bref fra mier, ad ei sie eitthvad þar inne um gömul monument, þá legg eg hier innani 1. Copie af brefi þorsteins lögmanns, Um Feriu á Jökulsá, 2. Extract ur brefi Sal. Sr. Skula Þollakssonar til min. Ahrærandi Þorsteins lögmanns bref þá hefi eg þad feinged af einum sem ödladest þad hia Sal. Sr. Skula, og sagde þad vera skrifad epter brefabok lians, mier skildest: bok sem hann hefdi i skrifad Copier af þvilikum gömlum documentum. Nu er su min inneleg bon til Monfrere, ad hann villde láta inqvirerast epter þessarri bok, ef nockur vered hefur, og utvega mier hana til láns, þvi þar mundi óefad eitthvad fleira gott inne finnast, Er og i þessarre Copiu eitt og annad, hvar um eg efast, og kjnne þá su Copian er Sr. Skule Sal. skrifad hefur, ad taka þá dubitation burtu. Bokin skal iafngod apturskilast. I ödru lage þykest eg siá, af þvi Extracto ur Sendibrefenu, ad Originallenn af þessu Þorsteins lögmanns brefi, muni á Greniadarstad liggia (ad vísu á hann ad liggia þar epter sialfu brefinu). Þad være velgiörd mot mier, ef Monfrere villde lata Sollicitè ransaka, bædi á Greniadarstad og annarstadar, þar hellst von á være, epter þessum original, sem varla kann tapadur ad vera, (Være og ei gott ad tapadur være). So eg hann til siónar fá kynni. likast være, ad med þad sama munde uppdagast fleiri Greniadarstadar skiöl, um hver fyrnefnt sendibrefs extract getur, Villde Monfrere vera so godur, ad senda slikt allt velforvarad (ef nockud finnst) til lögmannsens Pals Jonssonar, i vor, adur heiman ferdast, þá være mier þad stor þægd, og skal þad þá allt á Alþinge apturskilast, þvi flest allt þarf eg ei nema sem snöggvast skoda: Komi þad og á Alþing, þá skal þad, ef mögulegt verdur, koma Nordur aptur i haust ed kiemur i ferd lögmannsens, iafnvel þott sidare partur af sumrenu sie optast vanur s. 601ad fá ockur nog ad giöra annad enn ad þeinkia uppa þvílikt. Monfrere, Uppdagest þetta Þorsteins lögmanns bref, eda önnur þvilik monument, hvert helldur vidvíkia kunna Greniadarstad, eda ödru, þá skal eg anskrifa þad firir obligation uppá mína sídu, og leitast vid einhveria þienustu ad syna i vidlíkann máta. Eg hefi tilforna nockur gömul bref fra Greniadarstad, sem til mín eru komin, nockurn part fra Sal. Sr. Skula sialfum, nockurn part i giegnum Halldors Sal. Einarssonar hendur, og nockurn part firir Monfreres tillatseme á næst lidnu vore. Af þeim hefi eg mikinn part i gegnum hlauped, og hefi ásett, ad skilia mig af med þau á Alþinge i sumar, og lata þau þadan komast til Monfrere, þá þore eg nu og loksens ad lofa til vissu restitution þeirrar Statutu bokar, sem fra Monfrere hefur um stund hia mier dvaled. Være eitthvad i mínu vallde, af Sögum edur ödru þviliku, sem Monfrere hefde lyst til, þá krefst eg og beidest, ad hann diarflega heimte þad af mier til láns, Enn þad verdur ad skie firir þing, þvi epter þad næ eg ei so til þess. Hier munu i vetur einhveriar ferder á mille verda og kann þad þá ad skie. Med þad sama þætti mier gaman ad frædast af Monfrere, hvadan ur garde hann hellst ætlar ad uprunnen sie Su Supplicatia um coadjutorem, á mot hverre er þad form, sem Monfrere var so godur ad senda mier i haust, þad være til ad þeckia folk, ef menn giæte götvad nockud upp þar um; þvi eg minnest ecki, ad þvilika diörfung nockurntima sied edur heyrt hafe. Hier skilst eg nu vid, Enn þvi Vil eg eigi gleymt hafa ad bidia Monfrere frammbera mina þienustusamlegustu qvediusendingu til Madame Þrudar Þorsteinsdottur, med aludar þacklæte veittra velgiörda, Sömuleidis til Madame Elenar Þorlaksdottur. Gud vardveite Monfrere og alla hans i langvarande velstande og æskelegum heillakiörum, þess óskar af alhuga

Mins VelEhruverduga brodur þienustuskylldugur þienare

Arne Magnusson.

Eg óska Monfrere og öllum hans gledilegs farsæls Nyss árs med allre velgeingne.

P. S. Madame Elenu þorlaksdottur þacka eg þienustusaml. firir bokarsendinguna i sumar med Halldore Sal. Einarssyne, Eg skal bokinne skilvislega apturskila, Og frammbyd mína þienustu, ef nockud til dægrastyttingar communicera kynne.

Hvada madur var Absalon Beier, er eignadest hia Sal. Hr. þorlake eina Sturlunga Sögu? Nær var hann á Holum? (eg meina, qvo circiter anno Christi) Var hann med liensherranum, s. 602eda sialfs sins madur? Ur þessu öllu mun leysa kunna Madame Elen þorlaksdotter, Og er þá Monfrere vís til ad lána mier skrifarann til ad teikna upp svared. Valete diu multumqve!