Markússon, Magnús BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Markússon, Magnús (1728-09-28)

SOGNEPRÆST MAGNÚS MARKÚSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Grenjadarstad d. 28. Septembr. 1728.

Trykt efter egh. underskreven original i AM. 450, folio. Besvarer modtaget brev. Dårlig helbred og sørgelig tilstand med uår og hård vinter. Takker for to tilbagesendte originalbreve og nogle skolebøger til sønnerne, men er dog ikke tilfreds med tilsendelsen. En gæld for tidligere tilsendte bøger opsætter han at afgøre, da tyrkiske skibe skal være i farvandene. Er utilfreds med, at A. M. ikke har skaffet oplysninger ang. noget jordegods eller tilsendt ham Arndts postil, og er krænket over en udtalt tvivl om han kunde tysk. Tilbageviser formodningen om, at han skulde vide besked med en viss brevbog og nogle dokumenter. Klager over at A. M. ikke har tilbagesendt en ham for flere år siden tilsendt bog (beg. med Baugatal) og over at han ikke har svaret þå en forespørgsel ang. Jón Ólafsson. — Et vedlagt blad angiver, hvorfor en kommission om at skaffe »hrafntinnur« (obsidian), af det største som kan fås, ikke har kunnet udføres: 1. Egen svaghed, 2. Slet vejrlig, så at folk ikke kan forlade høhøsten for at rejse til Krafla, 3. Krafla-fjældet antages forstyriet ved vulkan-udbruddene, 4. A. M. vil intet have med købmand Schovgaard at gøre og underkøbmand Due kan man ikke betro sligt. Henviser til en tidligere tilsendelse, som måske er i behold.

VelEdla og Halærde Hr. Assessor,

Hattvirdandi ehruryke vin.

I nærstlidnum Julio kom mier til handa ydar kiærleiks tilskrif, hingad sendt af Akureyrar skipe, af hveriu eg sie gladur, ad ydar lucka og heilbrigdi er hin sama, oskandi af heilumm hug, ad so meige vera umm alla, ydur af gudi takmarkada, æfe, og ad endingenn verde saluhiálpleg! Tilskrifed packa eg astsamlega, og allt annad vel til myn giort. Nu siaed þier af þessu, s. 314ad eg life, enn vid veika heilsu sydann i niundu viku sumars, inn til þessa; gud rædur afdrifunumm. Þier fáed ad spyria, þott eg fatt skrifi umm, so nær almenn hardendi og hallsereß tilstand a landi þessu, sem varad hefur sydann i firra haust, med hrædelegu vetrar ryke og enn hrædelegri vorhardendumm, so ad sumared var ecke leingra hia oss her enn fra solstodumm til hofuddags, sydann merkeleg votvidre, med snióumm og froste, sem bannad hafa biargrædi bædi af landi og sió. In summa eg man ecke, sydann eg kom til mindugrá(!) ára, slykann árgáng. Gud miskune synu fólki, þvi þad er þo vyst nockud effter i bland! Eg medtok med ydar brefe þaug tvo original bref, er eg, effter bon ydar, sendi ydur i firra, sem var 1. Loga Stigssonar þessarar kyrkiu bref, 2. Peturs abóta (hveriu eg vard miög feigenn) fra Runolfe Einarssyne, sem allt þetta sumar hefur fyrer daudanumm leiged. I ödru lage filgdu ydar brefe, og eg medtok, skolakver til sona minna, riett effter þvi sem brefed ummgietur, og þacka eg ad interim aludlega þa sending, annars er mier ohægt kverunumm mille þeirra ad skiffta, eg giet og ecki dissimulerad, ad eg sie nockrum mun agiarnari ad fá þvilyk kver handa þeim enn þier orlater ad midla mier, og ad sonnu mætte eg bligdast ad bidia ydur umm slykt, nema eg giordi þad i skioli ydar gamla truskapar. Riett skrifed þier umm tvo exemplaria af Nuchleo mier send 1726, og kannast eg undereins vid, ad eg sie fyrer þessar bækur ydur skildugur umm 3 rixdlr 1 &, hveria peninga eg hefe ad sonnu til, enn sendi þa nu ecki, af þvi ad su fregn hefur borest ur austfiordumm i sumar, ad siofarendur, sem þar hafa ad komed, skuli hafa sagt umm tyrkians ummgang i Nordursionumm, og ad hann hafi i Fær-eynmm skada giort; enn framar ad ißlendsker austfyrdingar, nefnelega presturenn i Berufyrdi, hafi róed til ad fiska og funded a siónumm ædi miked af bata, tunna og sveigabrotumm, og annad adskiliannlegt vrag, item hafi heirst i hafenu ogangur af skotumm, offtar enn eitt sinn, og þesse frasogn geingur almennelega, og er af flestumm fyrer sanna halldenn, þvi vil eg helldur þesser fáu peningar sieu her kirrer, enn ad þeir misfarest, og sama mundi eg giora, þott eg være ydur umm fleire skildugur, þvi eg veil ydur liggur ecke nauduglega á. Þier afsaked ydur, ad leita upp brief þaug þier hafa kinnud, fyrer jordum her i kringumm mig, gieted og umm, ad ur þeirri velgiord muni lyted verda, þegar allt komi fyrer dag. Eg svara med einu ordi: Þegar allt kiemur fyrer dag, mun eingenn þikiast hafa ofmiked gott giort, til þess ad riett meige vera riett. Umm Arndtz postillu ad tala, vil eg s. 315lata af, þó mier sie merkelegur hagur a bokenni, af somu ordsok sem eg hefi adur skrifad, first hun er so ofáannleg. Enn spurningu ydar, hvert eg kunni þysku, vil eg ecki svara med odru enn þvi, ad eg hefi umm bokena beded, þvi gantalegt væri, ad eg skilldi vilia hana kaupa, alleina til þess ad horfa a hana a medal annara bóka; þad væri motlyka og þegar gickurenn hrosadi sier af þvi, ad bibliann læe i kistu hans. Eg er og so til alldurs komenn, ad valla er vonlegt eg lære meira, hveike i þysku nie ödru, enn eg allareidu kann, og er lykast ad eg muni her effter ecki fa annad vigtugra ad giöra, enn so sem þad litla hrockur til. Eckert vil eg framar seigia umm brefabokaslitur sal. sr. Skula, þad sem ydur er umm hana fortaled, er eins satt, og annad þvilykt, qvod notandum. Ecke er feriubref þorsteins logmans i þvi slitri, og ecke fæ eg þad uppspurt, hverki i Laufase og ecki i Gröf, hvert eg skrifadi i haust, og i vetur, og feck til svars lytelsverdt loford (eins og vant er), sem alldrei mun efnad verda.

Ad hia mier sie landamerkia bref einhverrar Holastadar jardar contr. Hiedenshofda, vil eg giefa þeim effter ad giora satt, sem þad hefur sagt ydur, og ef hann þad giörer, er lykast eg unne ydur copiu af þvi, ecke sydur enn hinumm odrumm brefumm, sem eg hefi meira fyrer haft ad utvega og þier hafed hia mier feinged, enn bidied hann ad leita hia sialfumm sier, effter þvi og odru. Hingad til hefe eg filgt riettlyneß ydar brefe, so þvi er svarad effter þvi sem eg nú giet. Ur ydar brefi i firra man eg þad, ad þier seiged a Svalbarde sie enn nú eitt bref effter etc. Effter þvi brefe hefe eg sendt eitt og annad sinn forgiefens, og i þridia sinn svar feinged fra Hallgryme Sigurdssyne, þad eg her innlegg, alleina til ad syna ydur, hvada vidleitni eg hefi hafft i þessari ydar commissione, et sic de cæteris. Nu sendi eg ydur 11 copiur af þeim brefumm, sem eg hefi þar og þar uppleitad, og verded þier med þad anægder ad vera. Þvi eg giet ecke betur, so er og farenn von, ad eg gieti her effter þvilykt uppleitad, þar eg er buenn allstadar her umm kryng effter þvilyku ad skignast med nockurre ummhiggiu, hveria eg verd nu fra mier ad leggia; eingu ad sydur bid eg ydur ad senda mier ad ári tvo góda Livios til sona minna, ad eg nú ecke nefni þær adrar bækur, sem eg hefi adur umm skrifad, þikest vita ad þesser koste nockud. Bref þetta fer med Akureyrar skipe, enn madurenn, sem þad skal færa, nefnest Pall Christiansson genbúe Monsr. Lars Palssonar. Ecke hefi eg enn affturfeingid bok myna fra ydur, sem byriar a baugatali; eru þo nockur ár sydan eg sendi s. 316ydur hana, og ecki svared þier mier neinu uppa þad eg skrifadi i firra umm Jon Olafsson, sem hia ydur var, hefdi su materia leiged ydur so nærre sem mier, þa mundud þier hafa einhveriu svarad, og á her vel vid þad sal. Ebbe sagdi: Sæll er sa i heimenum, sem eingenn börnenn á; þvi sa þarf einga higgiu fyrer þeim ad bera. Taked nu þetta fyrer qverelam, en ecke expostulationem, og hallded mier til goda þetta flyters skrif, og so allt annad hia mier afatt, hvad sem vera kann. Befel ydur so gudi almattugumm, hvors vysdomur ydur stiorne, hvers almætte ydur forsvare, hvers miskunseme ydur endurnære i allri sálarennar naudsyn! Og ef ske kann ad vilia Gudz, ad þetta verdi mitt seinasta til ydar, þa vil eg af ollu og hreinu hiarta sammælast vid ydur til himnarykeß.

Enn eg finst, a medan eg endest til
ydar erlegur vin og þienustuviliugur þienare
Magnus Markusson.