Magnússon, Arní BREV TIL: Einarsson, Ólafur FRA: Magnússon, Arní (1710-04-15)

ARNE MAGNUSSON TIL SYSSELMAND ÓLAFUR EINARSSON. Skalhollte þann. 15. Aprilis A0 1710.

Trykt efter kopi med skriverhånd i AM. 448, folio. A. M. imødegår O. E.s opfattelse ang. forskellige enkeltheder i det af ham aflagte regnskab over den Gottrupske rejsekontribution. Giver i anledning af et til O. E. udlånt eksemplar af Sturlunga saga sin dom over tiden.

Kongl. Majestatis valldzmann Monsr. Olafur Einarsson,

Mikelsvirdande góde vin,

Þann 11. aprilis næstlidna medtók eg ydar tilskrif dat. Loptsölum 28. januarii þessa árs, verd eg nu þar uppá i mesta fliter ad svara, sökum ferdahugar og adkalls skólapilta. Ahrærande þad þier seiged, ad sa reikningur, sem eg ydur i haust sende med minu briefe, mune vera epter underriettingu almugans, þá er þad ad sönnu so, um suma hveria, enn um nockra, og þad marga, eru mier i höndum skrif þeirra, er þennann toll samanntóku 1702. Hvert þesse contribution hafe á nefndu áre 1702 med riettu edur óriettu samanntekinn vered, vil eg i þetta sinn ecke um fást, helldur alleinasta um þad, ad hun var samanntekinn, og af almuganum utilátinn. Er eg og ugglaus um, ad þier, vitur madur, munud ecke hardlega disputera, ad hun óriettelega hafe samanntekinn vered, fyrst sialfur hana samanntókud, og tek eg þad, sem um þetta efni skrifed, fyrer gaman, enn alvöru ecke. I minu briefe i haust gat eg um, ad þad sem almuginn hefde utilátid 1702 frekara enn af lögmanninum Paale s. 138Jonssyne og mier sidann var nidurskordad, munde verda ad álitast so sem viliannleg utlát, og giet eg ennnu ei þar frá viked, hellst þar ecke siá kann, hvernenn þeim sem of miked uteláted hafa, kunne þetta aptur ad gialldast, þvi marger af þeim munu sidann 1702 dauder vera, kannskie og mikell partur af ætt sumra, og ef þetta nu endelega skyllde so vera, ad þeim skyllde þetta aptur greidast, þá yrdu þar uppá, ad þad skied være, kvitteringar edur þingsvitne ad takast og synest mier þetta yrde næsta ómaks samt bæde firir ydur, og þá, sem sidann ættu þetta i giegnum ad siá, þvi þott hverke eg nie adrer sem ydur þeckia, efest um, ad þetta munde riettelega tilgánga, þá er eg þó næsta hræddur um, ad herrunum i rcntu-cammerenu munde firir ockur hirdulauslegt þyckia þessu so ad sleppa, fyrst ockur skipad er þessa contribution ad jafna og medtaka. Og endelega, ef þetta nu skyllde almuganum aptur greidast, og þad skied giæte, hver lietter være þad ydur, ad betala helldur þeim enn ockur, þvi alltjafnt er peningur penings virde. Vel er þad satt, ad óhægra er specie peninga ad fá enn landzvoru, enn þar á moti er þesse contribution ecke golldinn nema i kaupstadar voru, og eru kaupmenn skyllder þar firir til ad láta so vel peninga sem annad, og einginn þeirra mun þvi til leingdar neita, ef einardlega er umtalad, enn ad flitia þessa vöru i kaupstadinn ókeipis, þar til erud hverke þier nie adrer skyllduger, og vil eg þeim reikninge sann-synelega giegna, þá mier firir sióner kiemur. Sama er ad seigia um Biarna á Geirlande, Arna i Hollte, og Sniolf i Skal, þad er riett sem þier þar um skrifed, og á sumt þar af ydur gott ad giörast, sumt þeim. Hier firir utann þar almuginn kynne lögmanninum og mier óriett tilsagt hafa um þeirra utlát, þá er þvi gott ad giegna, þegar þad skiallega frammkiemur og bevisast, annad hvert med skrife þe[i]rra sem samann tóku 1702 tiundareikningum(!) þess árs (þvi epter tiundar hæd var óefed (!) vidast teked) edur ödru jafn skiallegu. Og þar á heima lögmáls greinenn aptur skal ganga oftalt etc. Ecke hefe eg skrifad, ad til ydar voru innkomner 12 rdler. specie og 1 sldr. edur þeirra verd, helldur hafe eg ástunged, ad annad hvert munde þeir peningar betalast eiga, edur forklaring giörast, um þad, hvad óriett være i reikningunum epter almugans tilsögn, og siáe þier vel sialfer, ad þad mune endenn vera verda. Enn hvad misreikninge vidkiemur, kostnade ydar (ef vere kynne) edur ödru þviliku, þar eru hluter, sem afkortast meiga og eiga, og þad er allt þad, sem eg þore hier i ad dispensera og ecke annad, þvi þetta eru ecke miner peningar helldur skattur tekenn af kongsins þegnum. s. 139Hverge er nærre þvi, ad so miked sie innkomed af þessare contribution, sem næge til ad betala med lögmanninum Gottrop og syslumönnum þeim, sem sina peninga utlagt hafa, þvi vidar eru restantzar enn i einum stad, og sumstadar allt i reiduleise, so eg villde helldur vinna ad stritverke einhveriu enn sysla um þvilikt vid suma hveria hier i lande. Enn hvad skulum vær seigia. þad er skyllda vor ad giöra þad oss er skipad, ad so miklum hluta sem vær gietum; þad sem vær ecke yfer komustum, hlytur ógiört ad vera. Vík eg so hier frá til annars, ad þvi tillögdu ad eg bid ydur eitthvad med fyrsta fyrer ad greida hier um, so þetta mætti til enda komast á einhvern hátt á næstkomande alþinge, og mun hendtugra þar um til ad skrifa lögmanninum Paale Jonssyne, edur vid hann hier um munnlega sysla, ef sialfer þar verded, þvi eg er ecke viss um, ad þar kunne til stadar ad vera, sökum annarra erenda, sem mier á höndum liggia. Þad er mier kiært, ad ydur hefur orded gaman ad Sturlunga sögu, eg meina gaman i þvi ad drifa þar med tidena, þvi fæster góder menu eda skynsamer ydar lykar munu gaman henda ad hennar innehalde, sem brosleitum manne, sem gódur være og elskare þiódar sinnar, ky[n]ne i þögn ad venda. Þegar hun af ydur utlesen er og til fulls brukud, munud þier giöra vel ad senda hana hingad á bygder aptur, mier ef nálægur være, annars frænda minum Orme Dadasyne, sem um minar bækur umsión hefur i minne fráveru. Fyrer vonina um hudar skinninn þacka eg vinsamlega, og bid eg ad senda þau til alþingis og leverast láta lögmanninum Paale, og taka hiá honum betalingenn. Annad man eg nu ei sem skrifast þurfe, enda þvi med hverskyns heilla óskum til ydar og ydvarra allra um tima og eylifd.

Ydur alltid þienustuviliugur
Arne Magnusson.