Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1703-05-12)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP BJÖRN ÞORLEIFSSON. Skalhollte þann 12. Maii 1703.

Trykt efter egh. orig. i AM. 451, folio. Takker for modtagne breve og udvist høflighed. Rejser nu vestpå, først til Reykjanes; håber at træffe B. Þ. på altinget. Sender bispinden Mábels rimur, som nærmere omtales, og tilbagesender nogle lånte dokumenter fra Guðdalir. Henviser til biskoppens (ikke foreliggende) brev af 25. november. Anmoder om dokumenter og oldlitteratur. Tør ikke åbenbare sin instrux.

Mikilsvirdande Elskubroder.

Sitt hafast liverer ad. Eg hefe, sidan i haust medteked fra minum br. 4 agiæt tilskrif, Enn þar á mót ei skrifad nema litenn Sedel af dato 11. Martii, þar eg þó, fyrer utan þessar mins brodur höifligheder, margskylldugur var ad besækia Monfrere med brefe optar enn sialldnar. So þacka eg nu 1. fyrer margbevist broderne og elskuseme fyrr og sidar, generaliter, 2. firir Þesse godu tilskrif og þolenmædena yfer minne pennalete. 3. Er eg Monfrere obligeradur firir sier hvad gott er hann Jone Simonarsyne næstum firir mina skulld beviste. Eg er mót öllu þessu alltid reidubuen til Monfreres þienustu þá og þar sem skie kann. Nu þó eg so leinge undandreiged hafe Monfrere ad ávarpa, þá verdur nu lítel bóten, þar eg nu snart eckert annad kann i höfuded ad fá enn vesturreisu þanka, hefi eg ásett, med guds hialp, ad reisa hiedan fra Skalhollte á Morgun, og ei lita til baka fyrr enn á Reykianese. Hvad þá um mina ferd verdr, kann eg nu sialfur ei ad vita, A Alþing kiem eg eflaust, ef gud leyfer, og vona eg þá þeirrar giede niotande ad verda, ad tala þar vid Monfrere. So vil eg þá i þessum mínum önnum, og negotiis innpaccatoriis eckert skrifa um eitt eda annad sem Þar kann nógu tídlega fiögra augna á mille ad forteliast. helldur vil eg nockud ávikia um einar og adrar minar eigen gamaldags bedrifter. s. 581Er þad fyrst ad hier fylgia nu med (Tit:) Mabels rimur, so ordnar sem eg þær hefi feinged, Bid eg Monfrere þær sömu i hönd komast láta sinne Edla kiærustu, med minne þienustusamlegre qvediusendingu, og aludlegre fyrergefningarbón, ad þessar rimur so seinl og illa frammkoma. Ei get eg neinsstadar uppspurt Þad hier til vantar. Seigia sumer rimurnar vera eige 18, sumer 24. Hefur og sitt loged ad mier hver, ad þær være nu hier, nu þar, so eg næsta þvi er ordinn laus i banakringlunne af ad snua höfdenu so þrátt um kring til ad skygnast epter þeim allstadar. Endelega leidist eg til ad trua, til vidara, ad þær mune þó i Borgarfirde i einhverium stad dyliast. Mun eg skarpa inqvisition Þar um sidar anstilla, og Madame uppá ny uppvarta ef nockud áskotnast. Hier fylgia og med þau mier til forna send kirkiuskiöl frá Guddölum, uppá þad Monfrere Þó siá kunne, ad eg asælnare sie ad firda goda vine fmlikum documentum, helldur enn kirkiur, sem eg ei so voga mier til ad attaquera i þvilikum sökum. I sinu goda brefe af dato 25. Novembris næstlidna árs, talar Monfrere urn eina vollduga synda skrá, stærre enn Þá er hans nefndu brefi til min fylgde, liver mier þó syndist æred gód. Ef Monfrere hana med sier til alþinges tæke, þættest eg óhultur vera sumarlángt, þótt margt kynne á dagana ad drifa, því allt hvad hun firir gefur meira enn þesse er mier i höndum er, þá þycker mier þad anægelegt. Summariu og annad íleira gamallt á pappir, Item eitt eda fleire documenta frá kirkiunum þar nyrdra, nefner Monfrere og, ad hiá sier sie, fylgdest þad med syndaskránne, munde þad ei ad misförum fara. Af Hr. Olafs brefabókum á eg eina so ad kalla, (ad vísu er hun i höndum mier) þess betra þætte mier sem meir ödladest af þvílikum vísdóme, þvi sannast er, ad þar af meiga lieimsker læra. Aliás, sine joco, er þar þó nockud i sem heyrer til historiam reformationis, Og þvi fortröd eg i sumar, ad ei skodade þad volumen sem Monfrere á, Bid eg og Monfrere hönd hafa á öllum þeim er hann tilspyr. Römers töblu um paskakomu, hefi eg allareidu innpackad, og verdur hun mier samferda til Alþinges. Eg sver vid Sanctum Halvardum, ad ei hefi eg stunder feinged neitt þar uppá ad speculera, enn hun er nockud intricat nema menn giæte sin vel. Eg true á Allinge i sumar mune verda annad Concilium Nicænum, hvad reformationem temporum angeingur. Eg hefi og nockud ad erindra i þeirre materiu, sem ahrærer Calendarium Skolam. Jons Arnas. Madame Elenu þorlaksdottur lofade eg nockurnveigen Kirialax Sögu i fyrra. Hana á eg vestur i dölum i láne, og skal hun á Alþing koma eg(!) hendi til hennar s. 582næ. Velnefnd Elen jporlaksdotter lofade vicissim ad liá mier Sögur af Vemundi og Vigaskutu Svarfdælu og af Vallnaliot, þær bid eg Monfrere láta (ef mögulegt er) i sinne ferd fara til Al þinges og skal eg med þær skilvislega höndla, hvar firir Monfrere má ohræddur cavera. Annala Biörns á Skardzá hefr Monfrere feinged fra Halldore þorbergssyne, eru vist in octav. þá villde eg vel bidia Monfrere um til láns, Eg hefi þá, enn alla ránga. Hvad mier nu kann i sinne vera frekara um þvílikar utrettingar ad skrifa hlitur samfunda ad bida, og sleppe eg því þessare materiu So verda og millereisendur lángtum skiallegre bod um árferde og annad þvílikt almennelegt, enn eg skrifa kynne. Af particulier sökum veit eg ölldungis eckert þad skrifverdugt sie. I einu af sinum brefum seigest Monfrere vænta Copie af vissu documente fra mier, og hermer uppá mig loford þar um. Mis minne er þad, trueg, ad eg þvi lofad hafe; hitt man eg, ad ockur bar á góma um sama document, og svarade eg, sem satt var, ad ei þyrde nie kynne Þad sama nockrum ad syna. Annars er þar eckert i sem ei Monfrere betrua villde, ef eidur minn ei væri á mille kominn. Nu hlyt eg af ad brióta, þó má ei gleymast þad fornemsta, sem er ad óska Monfrere og hans godu kiærustu af alhuga allra heilla, heilsu, og velfellne um oil okomin dægur. Ad sidustu er eg og alltid forblif

Monfreres þienustuskylldugaste þienari
Arne Magnusson.

P. S. Eg bid Monfrere lata einn af sinum þienurum seigia Halldore þorbergssyne, ad eg hefi feinged hans bref, og mun skrifa hönum til af Alþinge, fyrr get eg þad ei. encore adieu!