Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1696-04-16)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP BJÖRN ÞORLEIFSSON. Leipzig d. 16. April 1696.

Trykt efter egh. orig. i AM. 451, folio. Adr. » .. Mag. Birne Thorleifssyne, Vice-Superintendenti á Iislande.. Ad Odda á Rángárvöllum«. Takker for breve og tilsendelse ang. sagaerne. Udførlig vejledning ang. en påtænkt rettergang om jordegods, som har tilhørt afd. Jón Eggertsson. — Henviser til en udtalelse fra ifjor om udenlandsrejsens varighed, vistnok i et brev, som således omtales i en i brevet af 2. maj 1697 indlagt notitsseddel »1694 (! utvivlsomt fejl for 1695) 20. Aprilis fra Leipzig skrifade eg M. Birne til, ad eg næstlidna Junio, hefdi uppateked mier ad reisa til Þyskalandz. þackad firir Nialu, sem hann mier med skipunum sende«.

Velædla Vel Ehruverduge Hr. Biscop. Mikilsvirdandi Elskubróder.

Eg þacka aludlega firer mins bródurs tvö kiærkomin tilskrif med þeim sidstu Iislandsskipum medtekin. þar af fornem eg med stærstu giede mins brodurs og hans göfuga huuss luckulega vellídan, óska leinge vara meige. Sömuleidis þacka eg firer míns bródurs kiærkomnu sending ahrærandi sögurnar. Skóna og töplurnar sem i firra sendust má Anders Bentson tilláted hafa þar hann mier þar um eckert skrifad hefur, og má hann i sama máta medtekid hafa þad minn bróder honum tilsendt hefr. Eg hefi honum tilskrifad þad ad filgia láta sem minn broder umbidur. Mig sialfan ahrærandi, hefi eg eckert ad skrifa annad enn min vera utanlands hefr leingur dreigest enn eg i firra hugde. I Junio vona eg heim ad koma, hvad so vitt eg ennu s. 555veit obrigdult verdur, þá skal eg til míns brodurs þienustu afskrifa láta minn einskis verdan Commentarium ifir minar visur i Bartholins bók, þá mun eg og þeinkia til þess hrakorda Sedels er innani mins brodurs brefi lá, þó eg varia vite hvad þar sie vid ad giöra. annars eru þad oheireleg fukirde. Hvad mins bródurs sidara brief åhrærer um Hraun, Þa ætla eg (ad eg candidé seige þad eg meina) ad andsvar Eggerts Jonss. sie nærri sanne löglegt, þvi ei kunne Jon Eggertson leingur ad erfa enn hann lifde. og higg er (!) þar lited vera ad få ef til laga kiemur, hellst utanlands, og vil eg ei minum bródur stórum tilráda þar um sókn ad biria. Enn ad iördenn var ad ofirerkölludum mins bródurs Sal. födur, honum ur hende dæmt, er ad visu ölldungis olöglegt, Þó er þad vist ad so hefdi þad ganga ordid (þar Jon Eggerts, sína contract vid eckiuna ei halldid hafdi) iafnvel Þótt hann hefdi firirkalladur vered, og er i so máta, dómurinn siálfur, ad minne higgiu, löglegur, enn dóms adferdin raung, Sc. peccatum in forma, non in materia, so vitt som(!) þennann dómsins post angeingur, og ætla eg þar sie ei helldur mikid vid ad giöra. Qvod mihi videtur esse dicam. Eg ætla þeir 80 Rixdaler sem giefner eru i landvirde þeirra 10 hundrada sieu aldeilis forspilader, og litel von ad þeir nockurstadar affturfáest. Enn um þaug 10 hundrud i föstu, sem firir 10 hundruden i Hrauni komed hafa, þá er minn fullkominn þánki ad þaug minum bródur i hönd affturganga verda (avaxtarlaust) hvar sem nu eru nidurkomin, so framt sem Jon Eggertson þaug i firstu heimilldarlaust burtsellt hefr, og hvör hlióti so ad eiga vid sinn sala þar til ad þeim kiemur, sem af Jóne Eggerts, keipte og helld eg minn bródur eiga soknina ad biria, ecki vid Eggert Jonsson, helldur vid þann sem nu hefr lialld á nefndum 10 hundrada parte. Og præjudicerar Alþingis domurinn minum bródur ad minne higgiu ecki hier uti, iafnvel þo þar ecki standi ad Sal. Sr. þorleifur skillde snuast ad sinu andvirde (sem þó vera átti). Enn hier er meira ad tala. Nu er Alþingis dómurinn so gamall ad hann ei kann ad raskast nema kongl. restilution faest (sem hun og liett fæst ad minne higgiu) ad so gamall domur meige firir hæsta riett stefnast, og verdur hun first ad utvegast ádur enn máled biriest, því standi Alþingisdomurinn, þá á minn bróder sokin (!) vid Jon Egg. s. og verdur þad vist ad halldsmadur iardarinnar mun þad firir sig bera. I ödru lagi er ad considérera hvört i kaupbriefi Sal. Sr. Þorleifs og Jons Egg. eckert stande, sem motparturinn urspinna kunni ad Sal. Sr. þorleifur Jone Egg: sine þessa sök um adtekt iardarinnar ölldungis, sine ulla limitatione uppgiefid s. 556hafi, Þvi sie þad so, Þá er eg hræddur um at soknin verdi umsonst. Minn broder kann mier (ef hann vill) copie af kaupbriefinu i sumar senda, og sinn þánka hier um til skrifa. Sie eg ad hier mun ei verda stórt at vinna, iafnvel þó eg halldi ad minum bródur parturinn tildæmist, positis conditionibus antedictis. Þvi Hann skal processinn færa og proseqvera inntil hædsta riettar (þvi á Iislandi er eg viss at hann öngvann riett hier uti fær) og kostar þad nockud enn eg þikist firir fram siá kunna ad honum einginn umkostnadur tildæmist iafnvel þo um partinn ad óskum gánge. Hvad restitutionem ahrærer, angaaende alþingis dómin þá vil eg tilsiá, ef mögulegt er, hana ad utvega þá eg veit minn broder einbeittur i er sökena ad biria. Eg man nu eckert sem til baka sie ad skrifa utan ad befala minn bródur med Ehrugöfugum varnade i guds náduga vernd og varatekt, samt hann ad forsickra ad eg altid er

Mins VelEhruverduga bródurs þienustuskylldugaste þienare
Arne Magnussen.

P. S. Þvi gleimde eg ad i Kaupenhafn taka menn t[il] ad tala um ad kongsiarder sem selldar hafa vered mu[nu] affturkallast eiga, hvad Þar um er lærer tiden.