Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1709-09-24)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP [BJÖRN ÞORLEIFSSON]. Skalhollte þann 24. Septembr. 1709.

Trykt efter egh. orig, i AM. 451, folio. Til dateringen er føjet »i flyter um dagmalabil«. Forbliver på Island vinteren over, berører Torfi Pálssons angivelser (om præstekalds besættelse). Erklærer samvittighedsfuldt at have tilbageleveret de fra kirkerne lånte breve. Et og andet om Brynjólfur þórðarson.

Vel Edla Vel Ehruverduge Hr. Biskup háttvirdande broder.

Eg þacka þienustusamlega 1. fyrer allt gott og gamallt. 2. fyrer tvo brodurleg tilskrif af datis 30. Aug. og 20. 7bris. 3. fyrer sending Jons Gislasonar, lidun tafar hans fra verkum, hestlán, pilltzlán etc. etc. Nu verd eg med fæstu ordum ad iata, ad eg er s. 607margfalldlega ordenn Monfreres skulldamadur, og þarf tíma til ad beþeinkia mig, med hveriu giallda eige eda gollded giete. Þad fyrsta og sidarsta skal þo vera einlægt gied og þienustuvilie. Þad er nu nyast fra mier i frettum ad seigia, ad eg i haust afsleged hefi minni siglingu, vegna margra hindrana, og i alite tafar þeirrar sem mier þar ad yrde i einum og ödrum erendum er hier utretta á; ætla eg uppá ad voga ad konan ecki stefne mier firir Consistorium firir fiarvister. So sende eg nu rokna bagga brefa med Nostro Jone Gislasyne, og hefi lagt á hann, ad hvergi skule ró hafa fyrr enn i Hofsós, og synest mier sem þau álög allareidu take á hönum ad hryna, þvi hann er nu so ólmur ad varla fæ stunder til at hripa þessar nálægar linur. Posta Torfa Palssonar hefi eg, enn hverki fæ eg stunder nu til ad uppleita þá, ecki helldur vil eg giarnann af med þá, so ei hafi Copiu efter. Sfrax sem eg er ur þessum þausnum, skal eg lata þá uppskrifa og senda minum brodur einhverntina i vetur mediante Communi amico P. Wid.-no so hann skal þar ei uppá tvila þurfa. Þvilikt er annars ecki nema til ad forakta, og ecki vil eg fyrer nockurn mun sæma, ad Monfrere tale til Benedicts Þorsteinssonar um þvílikt. Um prentverked get eg nu eingu svarad i þessu fume, þvi þad yrde vitleysa, og vil eg ei bioda hana. Þad eg þar um þeinke skal eg binda i tagl á Torfa P.s þegar hans Posta sende, kannske eg geti lagt þar á fyrer reiding qvered goda in 4to, sem eg iáta, ad ofleinge hallded hefi, stundum af gleymsku, stundum ödruvis. Stadarbacka bref eru hia mier advísu, og skulu i vor afturskilast, Enn þad sem Monfrere skrifar ad adrer prestar lyse epter brefum hia mier, þa voga eg ad seigia, ad eingenn þeirra skal þora þad ad giöra mier aheyrande, þvi eg skal strax til bokar ganga og sveria, ad hvert eitt og eitt er eg fyrrum til láns feck fra kirkiunum (þaug voru allz ongefer 20) sende eg til baka árenu epter, so þau ölldunges mier ur höndum eru. Eg fæ ei stunder skilmerkilegar hier um ad skrifa i þetta sinn, enn villde vel med tíd fá ad vita, hverier þeir eru er epter skiölunum lysa. Monsieur Bryniolfur Þordarson er nu á flot komen, þad er ad seigia er á Eyrarbacka skipe, enn eigi enn nu þad vær vitum ut af höfninne kominn. Hann teiknade mier par ord hinn dagen, og bad mig operose heilsa fra sier Monfrere, Madame hans hustru. Madame Elene Þorlaksdottur, og eg true hann nefnde eina hveria ógipta Jomfru i brefenu, þeirre sömu bid eg þau min ord at bera, ad med þvi eg ad so godum skilum veit ásetning Monsr. Bryniolfs og hennar, so óska eg þeim bádum af alhuga allra heilla lucku og blessunar bæde i brád og leingd, og interessera s. 608mig so mikid meir i þessarre aludarósk sem Monsr. Bryniolfur er minn betre vinur, og ad godu þecktare. Sed heus! hvad er þad firir Concept, ad hallda festarmeyunne firir mannenum i tvö ár? Er ecki nóg ad plága hann um heila vetrarstund? Siaed hvad nærre þetta geingur, hann giörer sig utlægann af leidendum bidar.

Eg hlyt nu hier fra ad vikia, og vikia firir adkalle Jons Gislasonar, sem ecki gefr leingre frest. So óska eg þá ad endingu Minum mikilsvirdande brodur, Madame hans hustru, og Madame Elene Þorlaksdottur, og Mademoiselle Jorunne Skuladottur, enn á ny, allzkyns heilla, guds varatektar og æskelegrar velfarnanar, verande alltid

Monfreres þienustuskylldugur og þienustuviliugur þien:
Arne Magnusson.