Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1710-02-08)

A[RNE] M[AGNUSSON] TIL [BISKOP BJÖRN ÞORLEIFSSON]. 8. Febr. 1710.

Trykt efter egh. orig. i AM. 451, folio. Hermed oversendes et uddrag af Torfi Pálssons angivelser (ikke vedlagt) og et håndskrift af Kirjalaxsaga. Anmodninger om afskrifter, vita eruditorum, fortegnelse over koppe-epidemiens ofre, Hóla rekaskrá vedlagt er afskrift af kommissær-instruxens § 29 om at dokumenter, som til en eller anden efterretning kunde behøves, skal fremvises. Til en forespørgsel af A. M. om, hvad slags person den med lensherre Bielcke følgende Absalon Bejer har været, har B. þ. noteret »Juxta Thorb[ergum?] Halfsperdill amans vini. Declamerade einu sinne hier i Skola, vir semidoctus«.

Mon Frere,

Eg sende hier med þad ur angefningu Torfa Palssonar sem vidkiemur Holabiskupsdæme, þad fræde er nockud vitlöftigt, og þvi kiemst eg ei til þad ad láta verbotenus utskrifa, i þessum haste, og medal annarra verkefna.

I ödru lage sende eg hier med Kyrialax Sögu, hverre eg fyrer so laungu lofad hefi, Enn um hana er þesse Saga. Eg á ecki annad Exemplar enn þetta sem hier nu med fylger, ad fráteknu litlu fragmente á pergament, sem eg hefi feinged af Monfrere (ef mig riett minner) og innehelldur þad ecki nema nockra Capitula ur Sögunne. So ætlade eg þá ad láta þetta Exemplar skickanlega uppskrifa, og feck þad einum hier eystra i hendur. Nu i haust kom þad til min aptur og Copian med. Enn sem eg fór ad láta þad Conferera, er Copian so raung, ad epter þad hun er Confererud, er hun eins og landkaart, So eg hana ecki senda vil. Nu so eg þó einnhverntima enda binde á mitt loford, um þetta sögutetur, þá sende eg nu þad eina exemplared sem eg hefi, enn bíhelld þeirre rasurudu Copiu. Ætla eg mier ecki aptur s. 609þetta frammsenda Exemplar, Enn bid firirgefningar ad eg ecki ödruvís hier vid skilst, hverrar eg og fastlega vona.

Monfreres kongsbrefa bók þore eg eigi hier med ad senda, því eg vænte hönum þætte rentan sliett (sem von være) ef hun kiæme halffuen til hans aptur. Annars hefi eg hana til nægiu brukad. A Alþinge skal hun leverast, ef ecki falla þar ferder þess á mille, sem henne sie med vogande.

Nu koma mínar bóner.

Monfrere á, óefad, þátt af Jóne Halldorssyne Skalholltz biskupe. hann bid eg ad minna vegna meige correct uppskrifast i 4to og komast annadhvert til lögmannsens Pals Jonssonar i vor ecki sidar enn in Aprili, eda og ef þad eigi skiedur, þá á Alþing næsta.

Declamationes um præstantiam serhvers fiordungs á Islande, true eg ligge medal Monfreres pappira, þær villde eg giarnann uppskrifadar fá, og þar med ad vita hver sierhveria giört hafe, og nær.

Eg safna smámsaman vitis Eruditorum hujus insulæ, bid Monfrere ad gefa mier sina og födur sins Sal. Profastsens Sr. Þorl. J. sonar, og þessa krefst eg af hönum, sinnar epter Jure amicitiæ, og hinnar epter 4da bodorde. Anno 1707 bad eg Monfrere i brefe minu, ad informerast um hiá Göfugre Madme Elenu Þorlaksdóttur hvad firir einn sa Absalon Beier var, sem hier i lande var med liensherranum Sal. Bielcke, hvert hann var liensherrans þíenare eda so sem sialfs sins madur. Item hvad ár hann var á Holum, og hvert i liens herrans erendum eda sinum eigen. Hier uppá hefi eg eigi feinged svar, enn villde þad þó hafa þá hægder falla.

Hefur ecki Monfrere á fyrre árum transfererad i Latinu Kristindomssögu, eda Hungurvöku, eda hverttveggia? Ef so er, hvar er þá þetta nu? Þetta heyrer til minum vitis Eruditorum, og villde eg giarnann siá þetta, ef til være. Tal þeirra sem i bólu-sottenne burt dóu firir Nordan, þyrfte eg ad hafa, villde eg þad være so innriettad, ad i hverre Syslu være kirkiusoknernar specificeradar, og so hve marger karlmenn og qvennpersonur i sier hverre sokn dáed hafe. Være mier þægt ef þetta einn hverntima i vetur komist giæte til lögmannsens Pals Jonssonar, so eg þad fá kynne i Vor þá vid vonlega finnumzt.

Med þad sama bid eg Monfrere ad liá mier þá oinnbundnu Rekaskrá Holastadar a pergament in 4to, og láta med henne fylgiast þau lausu blöd sem innani henne láu 1707 þá eg hana sá á Alþinge, og láta síá vandlega epter, ad eckert af nefndum s. 610lausu kalfskinnsblödum epter verde. Bid eg, sem sagt er, ad hun mætti komast skilvíslega til Pals Lögmanns ádur enn i vor heimann reiser (sem verda mun fyrst i Majo) so hann gete mier hana afhendt þá frinumzt, skal hun so á Alþinge aptur til Monfrere koma, eda þadan sendast, ef hann sialfur ei er þar til stadar. Forlæt mig til þess, ad þetta ecki bregdizt. og er alltid

Monfreres br. og þien.
A. M